Stefán Ragnar framlengir við Selfoss

Stefán Ragnar framlengir við Selfoss

Miðvörðurinn Stefán Ragnar Guðlaugsson, fyrirliði Selfyssinga í Inkasso-deildinni í knattspyrnu, hefur framlengt samning sinn við félagið út tímabilið 2018.

Stefán Ragnar skrifaði undir tveggja ára samning við Selfoss í fyrra, en með nýja samningnum framlengir hann við félagið til eins árs til viðbótar.

Stefán fór vel af stað með Selfyssingum í sumar en meiddist svo illa á hné í leik gegn Huginn á Seyðisfirði um miðjan júlí. Hann lék ekki meira með Selfyssingum á liðnu tímabili og raunar er óljóst hvenær hann verður kominn af stað aftur.

Nánar er rætt við Stefán Ragnar á vef Sunnlenska.is.

Stefán Ragnar og Elís Bergmann, sonur hans, ásamt Adólfi Ingva Bragasyni, formanni knattspyrnudeildarinnar.
Ljósmyndirsunnlenska.is/Guðmundur Karl