Stelpurnar á hælum Blika

Stelpurnar á hælum Blika

Stelpurnar okkar mættu topliði Breiðabliks á útivelli í gær.

Það er óhætt að segja að spennan hafi verið í hámarki og mikið undir í leiknum. Úrslitin réðust á afar umdeildri vítaspyrnu sem féll heimakonum í skaut en að öðru leyti áttu okkar stelpur í fullu tré við topplið Pepsi-deildarinnar.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Eftir leikinn er Selfossliðið komið niður í 3. sætið með 15 stig eins og Stjarnan en Blikar eru á toppnum með 19 stig.

Næsti leikur stelpnanna er gegn KR á heimavellli mánudaginn 29. júní og hefst kl. 19:15.