Stelpurnar á Spáni

Stelpurnar á Spáni

Stelpurnar í 3. flokki hjá Selfossi tóku þátt í Barcelona Summer Cup sem haldið var í Salou á Spáni í síðustu viku. Flogið var til Barcelona og þaðan brunað til Salou þar sem liðið gisti meðan á mótinu stóð.

Auk þess að spila fótbolta var farið í skemmtiferðir og má nefna að leikvöllur Barcelona, Camp Nou var heimsóttur, farið var í tívolí og sundlaugagarð og rölt um Barcelonaborg þar sem að sjálfsögðu var kíkt inn í nokkrar verslanir.

Mótið var vel skipulagt í alla staði og komu stelpurnar vel stemmdar til leiks. Lið Selfoss vann sinn riðil með þremur sigrum og einu jafntefli og var fagnað vel og innilega eftir riðlakeppnina. Þessar framtíðar fótboltastelpur enduðu í fjórða sæti eftir harða og flotta baráttu sem er glæsilegur árangur og koma þær heim reynslunni ríkari eftir þetta skemmtilega mót. Það verður spennandi að fylgjast með þessum efnilegu stelpum í framtíðinni.

Viljum við að endingu þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum og íbúum Selfoss og nágrennis sem lögðu okkur lið fyrir stuðninginn.

Áfram Selfoss.

eh

Ljósmynd: Umf. Selfoss/Halldór Björnsson