Stelpurnar enn á toppnum

Stelpurnar enn á toppnum

Leikurinn á móti Fylki byrjaði ekki vel hjá okkar konum þar sem Fylkir komst inn fyrir vörnina og skoraði mark sem dæmt var af vegna rangstöðu. Á 38 mínútu fékk Guðný markmaðurinn okkar rautt spjald eftir misheppnað úthlaup. Stelpurnar vöknuðu þá til lífsins og var leikurinn mjög jafn eftir það, sem endaði með markalausu jafntefli. Liðið uppskar því eitt stig og er enn á toppnum með 13 stig.