Stelpurnar halda toppsætinu

Stelpurnar halda toppsætinu

Stelpurnar okkar halda toppsætinu í Pepsi Max deildinni eftir flottan 3-1 sigur á Stjörnunni.

Leikurinn var jafn í byrjun leiks og átti Guðný Geirsdóttir nokkrar geggjaðar vörslur í fyrri hálfleik en á 32 mínútu kom Anna María Friðgeirsdóttir okkur yfir með fínu skoti. Staðan því 1-0 í halfleik

Forystan var ekki lengi því Stjarnan jafnaði á 52 mínútu þegar Betsy Doon Hassett skoraði eftir klaufagang í vörninni hjá Selfoss. Markið hjá Stjörnunni gaf okkar konum auka kraft og á 62 mínútu var það Unnur Dóra Bergsdóttir sem skoraði með geggjuðum skalla eftir frábæra fyrirgjöf frá Brennu Lovera. Það var svo Hólmfríður Magnúsdóttir sem kláraði leikinn á 65 mínútu með hnitmiðuðu skoti!

Nánar má lesa um leikinn á vef Sunnlenska.is

Næsti leikur hjá stelpunum er næsta miðvikudag þegar við mætum Þrótti R. í Laugardalnum.