Stelpurnar komnar á toppinn

Stelpurnar komnar á toppinn

Stelpurnar komnar á toppinn eftir 0-2 sigur gegn Þór/KA á Akureyri.

Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik og áttu bæði lið ágætis færi. Brenna Lovera kom okkur yfir á 19. mínútu þegar hún fór með boltann upp að endalínu, köttaði inn og slúttaði. Fallegt og yfirvegað hjá markaskoraranum. Staðan í hálfleik var 1-0 en Caity Heap jók muninn á 65. mínútu með glæsilegu langskoti, sláin inn.

Stelpurnar voru með góða stjórn á seinni hálfleiknum og taka þrjú stig með sér heim. Með sigrinum eru þær komnar í efsta sæti Pepsi Max deildarinnar en næsti leikur er gegn Stjörnunni á heimavelli næstkomandi laugardag. Þetta er fyrsti heimaleikur tímabilsins og hvetjum við því sem flesta að mæta á svæðið og styðja stelpurnar okkar.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is

Við þökkum stuðninginn og þökkum Þór/KA fyrir góðar móttökur.

Umf. Selfoss/eg