Stelpurnar luku Lengjubikarnum með sigri

Stelpurnar luku Lengjubikarnum með sigri

Kvennalið Selfoss vann góðan sigur á Grindavík í lokaumferð B-deildar Lengjubikarsins í knattspyrnu í dag, 2-0 á Selfossvelli.

Alexis Kiehl kom Selfyssingum yfir á 16. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fengu Selfyssingar svo dæmda vítaspyrnu og úr henni skoraði Magdalena Reimus af öryggi. Lokatölur 2-0.

Selfoss hefur lokið leik í Lengjubikarnum í ár og endaði mótið með með 7 stig úr 5 leikjum

En á eftir að leika nokkra leiki í mótinu þannig að lokastaðan er óljós