Stelpurnar mæta Val í undanúrslitum

Stelpurnar mæta Val í undanúrslitum

Dregið var í undanúrslitum Borgunarbikarins í seinustu viku og liggur fyrir að Selfoss tekur á móti Valskonum á JÁVERK-vellinum laugardaginn 25. júlí klukkan 14:00.

Leikirnir verða ekkert mikið stærri en þetta á JÁVERK-VELLINUM og Dagný Brynjarsdóttir á von á góðri mætingu á völlinn. „Ég er ánægðust með að við fáum að spila á Selfossi fyrir framan bæjarfélagið og sveitarfélögin í kring. Það verður gaman að fylla stúkuna og ég reikna með að nýtt met verði sett á Selfossvelli.“ sagði Dagný í samtali við Fótbolta.net.

Tags: