Stelpurnar með sinn fyrsta sigur í Pepsi2018

Stelpurnar með sinn fyrsta sigur í Pepsi2018

Stelpurnar unnu sinn fyrsta sig­ur í Pepsi-deild kvenna í knatt­spyrnu í kvöld þegar liðið tók á móti FH á Sel­fossi. Loka­töl­ur urðu 4:1 en Sel­fyss­ing­ar höfðu góð tök á leikn­um og sig­ur­inn var verðskuldaður.

Sel­fossliðið leit mjög vel út í fyrri hálfleik þar sem þær unnu flest ná­vígi og sköpuðu sér betri færi. Eva Lind Elías­dótt­ir skoraði gott skalla­mark eft­ir send­ingu frá Magda­lenu Reim­us á 9. mín­útu og hún var svo aft­ur að verki á 37. mín­útu þegar bolt­inn datt fyr­ir hana í víta­teign­um eft­ir auka­spyrnu Ernu Guðjóns­dótt­ur.

Staðan var 2:0 í leik­hléi og seinni hálfleik­ur­inn var mjög ró­leg­ur fram­an af. Diljá Ýr Zomers átti góða inn­komu hjá FH-ing­um og lífgaði upp á leik þeirra en fær­in voru af virki­lega skorn­um skammti.

FH svaf á verðinum á 70. mín­útu þegar Eva Lind sendi bolt­ann á Sophie Maier­hofer fyr­ir fram­an víta­teig­inn. Hún hafði næg­an tíma til að at­hafna sig og lét vaða í þverslána og inn.

Mark leiks­ins skoraði hins veg­ar Guðný Árna­dótt­ir fyr­ir FH á 87. mín­útu þegar hún lét vaða úr auka­spyrnu af löngu færi upp í þak­netið á Sel­foss­mark­inu. FH hresst­ist í kjöl­farið en það var allt of seint og Sel­foss refsaði þeim enn og aft­ur í upp­bót­ar­tím­an­um þegar Sunn­eva Hrönn Sig­ur­vins­dótt­ir af­greiddi bolt­ann snyrti­lega í netið eft­ir send­ingu frá Önnu Maríu Friðgeirs­dótt­ur.

Þrátt fyr­ir sig­ur­inn er Sel­foss enn í 9. sæti deild­ar­inn­ar með 3 stig, eins og þrjú önn­ur lið, þar á meðal FH sem er í 6. sæt­inu með tals­vert betra marka­hlut­fall.