Stelpurnar niður í fimmta sæti

Stelpurnar niður í fimmta sæti

Selfyssingum skrikaði fótur í Pepsi Max deildinni í gær þegar liðið lá fyrir Stjörnunni á útivelli 2-1.

Selfoss tók forystuna eftir stundarfjórðung þegar Caity Heap smellti boltanum upp í samskeytin. Reyndist þetta eina mark fyrri hálfleiks. Stjörnukonur voru sterkar í seinni hálfleik og tókst að snúa leiknum sér í vil með tveimur mörkum.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is

Með sigrinum fór Stjarnan upp fyrir Selfoss í þriðja sæti en Selfoss er með 18 stig í fimmta sæti. Næsti leikur liðsins er á heimsvelli gegn Þrótti, sem er í fjórða sæti, mánudaginn 9. ágúst kl. 19:15.

Caity skoraði glæsilegt mark fyrir Selfyssinga.
Ljósmynd: Umf. Selfoss