Stelpurnar sigruðu Svía í fjórðungsúrslitum

Stelpurnar sigruðu Svía í fjórðungsúrslitum

3. flokkur kvenna Selfoss komst í undanúrslit à USA Cup knattspyrnumótinu í Minneapolis í Bandaríkjunum.

Stúlkurnar unnu glæstan 2-1 sigur à sterku sænsku liði í fjórðungsúrslitum. Í undanúrslitum léku stúlkurnar við japanska liðið Tokiwagi Gakuen HS og urðu að láta í minni pokann í spennandi leik 1-2.

Fyrir leikinn í fjórðungsúrslitum töluðu Svíarnir um að þetta væri upphitun fyrir 8 liða úrslitin á EM kvenna á sunnudag. Samkvæmt úrslitunum í leiknum mun gamla góða íslenska hjartað knýja fram sigur með þrautsegju og þolinmæði.

USA Cup er stærsta knattspyrnumót Bandaríkjanna með nærri 1.000 þáttökuliðið og meira en 13.000 keppendum à aldrinum 8-19 ára.

Selfoss er eina íslenska liðið sem tekur þátt að þessu sinni en árið 2011 sigraði 3. flokkur Selfoss Silfurdeild mótsins en að þessu sinni keppa stúlkurnar í Gulldeildinni. Hægt er að fylgjast með á usacup.org en stúlkurnar spila í U16- goldflight.

Tengill á úrslit

Magnús Tryggvason fararstjóri og aðstoðarþjálfari.
Tags: