Stelpurnar stigalausar

Stelpurnar stigalausar

Selfoss mætti Fylki í A-deild Lengjubikars kvenna í Egilshöll í seinustu viku. Fylkir komst yfir snemma leiks en Magdalena Anna Reimus jafnaði fyrir Selfoss eftir rúmlega hálftíma leik og var jafnt í hálfleik. Fylkir skoraði eina markið í seinni hálfleik og fór með sigur af hólmi.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfoss er enn án stiga í riðlinum eftir fjóra leiki.

Magdalena skoraði mark Selfyssinga.
Ljósmynd: Tomasz Kolodziejski