Stigalausir í Lengjubikarnum

Stigalausir í Lengjubikarnum

Selfyssingar mættu Fylki í Egilshöllinni í annarri umferð Lengjubikarsins í gær.

Fylkismenn voru sterkari í leiknum og komustu í 2-0 áður en Ivan Martinez Gutierrez minnkaði muninn úr vítaspyrnu fyrir Selfyssinga. Selfoss missti svo Arnór Gauta Ragnarsson af velli þegar rétt rúmar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og í framhaldinu bættu Fylkismenn tveimur mörkum við og lokastaðan 4-1 sigur Fylkis.

Selfyssingar eru því stigalausir eftir tvær umferðir.