
19 maí Stjarnan hafði sigur á Selfossi

Stelpurnar okkar urðu að láta í minni pokann þegar þær töpuðu 1-3 á heimavelli gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni í gær. Það var Guðmunda Brynja Óladóttir sem jafnaði fyrir heimastúlkur en staðan í hálfleik var 1-1.
Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.
Selfoss hefur þrjú stig í deildinni eftir tvo leiki og mætir næst ÍA á útivelli þriðjudaginn 24. maí kl. 19:15.