Stuðningsmannaklúbbur

Stuðningsmannaklúbbur knattspyrnudeildar Umf. Selfoss var formlega stofnaður þann 14. október 2004.

Markmið klúbbsins er fyrst og fremst að þétta raðir stuðningsmanna Selfoss og mynda það félagslega tengslanet sem hverjum stuðningsmanni er nauðsynlegt. Jafnframt stuðlar klúbburinn að auknu upplýsingaflæði til áhugafólks og gerir lífið skemmtilegra.

Hagræðing knattspyrnudeildar af stuðningsmannaklúbbnum er sú að fá jafnari innkomu allan ársins hring, því rekstrarkostnaður er nokkuð jafn yfir árið. Þannig er stuðningsmannaklúbburinn bakhjarl fyrir stjórn deildarinnar, meistaraflokka félagsins og 2. flokk karla og kvenna.

Eftirtalið er í boði fyrir meðlimi stuðningsmannaklúbbsins:

  • Frítt á alla níu heimaleiki Selfoss í Pepsi deildinni.
  • Frítt á alla ellefu heimaleiki Selfoss í 1. deildinni.
  • Frítt kaffi og meðlæti í hálfleik á öllum heimaleikjum Selfoss bæði í deild og bikar.
  • Hópferð á útileik í Pepsi deildinni og 1. deild.
  • Leikmannkynning með þjálfurum meistaraflokka þar sem farið er yfir undirbúningstímabilið, leikmannamál o.fl.
  • Fundur með þjálfurum meistaraflokka fyrir valda leiki í Íslandsmótinu þar sem farið er yfir leikskipulag o.fl.
  • Áminning um alla leiki meistaraflokka í tölvupósti.
  • Grillað er fyrir alla heimaleiki í deild og bikar.

Mánaðargjald fyrir einstakling er kr. 2000 og mánaðargjald fyrir sambýlisfólk er kr. 3000.

Heimasíða stuðningsmannaklúbbsins er http://selfoss.org/ og nánari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst.

Áfram Selfoss!!!