Stórleikur á Selfossi

Stórleikur á Selfossi

Selfyssingar taka á móti Valsmönnum í undanúrslitum Borgunarbikarsins á JÁVERK-vellinum miðvikudaginn 27. júlí kl. 19:15. Selfoss var síðast í undanurslitum karla árið 1969 en það var áður en keppninni var breytt, liðið hefur aldrei komist svona langt eftir breytingar.

Á leið sinni í undanúrslitin vann liðið Njarðvík, Vesturbæjarstórveldið KR, Víði úr Garði og að lokum Fram í fjórðungsúrslitum. Andstæðingurinn í undanúrslitum er Valur sem eru núverandi bikarmeistarar og mæta á Selfoss til að verja titilinn.

Mætum á völlinn og styðjum strákana okkar áfram á Laugardalsvöllinn.

Selfyssingar lögðu Framara að velli á Laugardalsvellinum og stefna á aðra ferð á þjóðarleikvanginn í ágúst.
Ljósmynd: Vísir.is/Jóhanna K. Andrésdóttir