Stórsókn Selfyssinga markalaus

Stórsókn Selfyssinga markalaus

Selfyssingar tóku á móti Þrótturum í 1. deildinni sl. föstudag. Eftir markalausan fyrri hálfleik blésu Selfyssingar til stórsóknar í upphafi seinni hálfleiks. Það voru hins vegar Þróttarar sem skoruðu eina mark leiksins eftir skyndisókn um miðjan hálfleikinn. Mikil vonbrigði fyrir Selfyssinga sem hefðu hæglega getað skorað mörk í leiknum.

Miðvikudaginn 28. maí kl. 18:00 mæta Selfyssingar liði Stjörnunni í Borgunarbikarnum á Samsung-vellinum í Garðabæ.

Fjallað var vandlega um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Tags: