Strákarnir áfram í 32 liða úrslit Mjólkurbikarsins

Strákarnir áfram í 32 liða úrslit Mjólkurbikarsins

Selfyssingar slógu Gróttu úr leik eftir vítaspyrnukeppni. Selfyssingar komust yfir á 13. mínútu leiksins með marki frá Stefáni Ragnari.

Ólíver Dagur Thorlacius jafnaði metinn fyrir Gróttu á 24. mínútu. Selfyssingar urðu svo fyrir áfalli í lok fyrri hálfleiks þegar Magnús Ingi Einarsson var sendur snemma í sturtu.

Ekkert mark var skorað í síðari hálfleiknum og því þurfti að grípa til framlengingar. Bæði lið skoruðu eitt mark í framlengingunni og því voru úrslitin ráðin með vítaspyrnukeppni.

Selfyssingar skoruðu úr 4 af 5 vítaspyrnum sínum en Gróttumenn klúðruð tveimur vítaspyrnum og eru því úr leik.

Vítaspyrnukeppnin:
3-2 Stefán Ragnar Guðlaugsson skorar
3-3 Arnar Þór Helgason skorar fyrir Gróttu
3-3 Stefán Logi Magnússon ver
4-3 Þorsteinn Daníel Þorsteinsson skorar
5-3 Kristófer Páll skorar
5-4 Dagur Guðjónsson skorar fyrir Gróttu
5-4 Stefán Logi ver
5-4 Jökull Hermannsson brennir af
6-4 Ingi Rafn Ingibergsson tryggir Selfyssingum