Strákarnir okkar í sólinni

Strákarnir okkar í sólinni

Strákarnir okkar dvelja þessa dagana við æfingar á Novo Sancti Petri á suðurströnd Spánar. Þeir fóru út föstudaginn 24. mars og æfa tvisvar á dag við bestu aðstæður auk þess að taka æfingaleik við atvinnumannalið San Fernando.

Hópurinn telur 24 leikmenn auk fimm manna starfsliðs. Þeir koma heim laugardaginn 1. apríl og viku seinna er leikur í úrslitum Lengjubikarsins.

Aðstæður til knattspyrnuæfinga á Spáni eru frábærar.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/Gunnar Rafn Borgþórsson

Tags: