Strákarnir sigruðu Stjörnuna

Strákarnir sigruðu Stjörnuna

Selfyssingar skelltu Stjörnunni í lokaumferð A-deildar deildarbikars karla í knattspyrnu á Selfossvelli á laugardaginn, 2-1.

Hrvoje Tokic kom Selfyssingum yfir á 24. mínútu með góðu skoti úr teignum eftir frábæran undirbúning Þorsteins Daníels. Á 37. mínútu var Tokic aftur á ferðinni en hann skallaði þá fyrirgjöf frá Aroni Einarssyni í netið.

Stjörnumenn sóttu meira í seinni hálfleik og á 76. mínútu minnkuðu þeir muninn þegar Þormar Elvarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Þrátt fyrir tapið sigruðu Stjörnumenn í riðlinum með 12 stig en Selfoss varð í 4. sæti með 6 stig.