Styðjum stelpurnar í toppbaráttunni

Styðjum stelpurnar í toppbaráttunni

Á sunnudag fer fram á JÁVERK-vellinum seinasti heimaleikur sumarsins hjá kvennaliði Selfoss sem er í dauðafæri á sæti í Pepsi-deildinni að ári. Mótherjar liðsins eru Hamrarnir frá Akureyri.

Það verður frítt á völlinn og grillaðar pylsur í boði Sjóvá. Mætum með fjölskylduna og vini okkar á völlinn og stöndum saman í lokabaráttunni.

Hlökkum til að sjá ykkur á vellinum!

Tags: