Suðurlandsslagur í 1. umferð Pepsi-deildar

Suðurlandsslagur í 1. umferð Pepsi-deildar

Á formanna- og framkvæmdastjórafundi sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ 21. nóvember var dregið í töfluröð í Pepsi-deild kvenna og karla og 1. og 2. deild karla.

Stelpurnar okkar hefja leik í Vestmannaeyjum þar sem þær mæta nágrönnum okkar og vinum á Hásteinsvelli. Fyrsti heimaleikurinn er gegn bikarmeisturum Stjörnunnar í annarri umferð en þar eigum við harma að hefna eins og allir stuðningsmenn liðsins muna.

Strákarnir okkar taka á móti nýliðum Leiknis frá Fáskrúðsfirði á JÁVERK-vellinum í fyrstu umferð. Í næstu tveimur umferðum mæta þeir nýliðum úr hinni áttinni þegar þeir mæta Keflavík og Leikni úr Reykjavík en bæði þessi lið féllu úr Pepsi-deildinni síðastliðið haust.

Með því að smella á tenglana hér að neðan má sjá hvaða félög mætast í hverri umferð í þessum deildum en athuga skal að hafa leikjaniðurröðunina í umferðaröð.

Pepsi-deild kvenna

1. deild karla