Sumargleðin 2017

Sumargleðin 2017

Stuðningsmannaklúbbur knattspyrnudeildar Selfoss ætlar að fagna sumrinu með fótboltakvöldi á síðasta vetrardegi, 19. apríl, í karlakórshúsinu. Húsið opnar kl. 19:30 en þarna verða funheitir boltaborgarar á grillinu, leikmannakynning og skemmtiatriði og Bjórbandið mun svo slá botninn í gott kvöld.