Sumarstarfið hjá 6. flokk kvenna

Sumarstarfið hjá 6. flokk kvenna

Stelpurnar í 6. flokki hafa haft í nógu að snúast í sumar og staðið sig glimrandi vel. Í flokknum hafa verið u.þ.b. 20 stelpur sem hafa allar verið mjög duglegar að taka þátt í mótum sem hafa verið í boði og nánast alltaf verið hægt að tefla fram þremur liðum. Öll þrjú Selfoss liðin komust í úrslit Hnátumóts KSÍ sem er býsna góður árangur. Einnig vann Selfoss til verðlauna á Landsbankamótinu á Sauðárkróki, Símamótinu í Kópavogi og VÍS-móti Þróttar.