Svart og hvítt gegn Fylki

Svart og hvítt gegn Fylki

Stelpurnar okkar máttu sætta sig við 1-3 tap á heimavelli gegn Fylki í Pepsi-deildinni í gær. Liðið spilaði afar vel í fyrri hálfleik og leiddi 1-0 með marki frá Lo Hughes þegar gengið var til búningsherbergja. Alger viðsnúningur varð í síðari hálfleik þar sem Fylkir skoraði þrívegis og tryggði sér sigurinn í leiknum.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Liðið er nú komið niður í sjöunda sæti deildarinnar með 9 stig og er einungis þremur stigum frá fallsæti. Næsti leikur liðsins er á heimavelli gegn ÍBV þriðjudaginn 26. júlí kl. 18:00.

Lo skoraði sitt sjötta mark í deildinni í sumar.