Svekkjandi jafntefli

Svekkjandi jafntefli

Annan leikinn í röð gerðu Selfyssingar svekkjandi jafntefli gegn liði í toppbaráttu Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu. Þróttur R kom í heimsókn á Selfoss á föstudag.

Selfyssingar voru sterkari í fyrri hálfleik en það voru Þróttarar sem voru fyrri til að skora. Þeir brutu ísinn á 35. mínútu eftir hamagang í vítateig Selfoss uppúr hornspyrnu. Vilhjálmur Pálmason kom boltanum í netið. Tæpum tíu mínútum síðar náðu Selfyssingar að jafna þegar Pachu fékk boltann í vítateig Þróttar og hamraði hann upp í þaknetið. Staðan var 1-1 í hálfleik sem jafnframt urðu lokatölur leiksins.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfoss hefur 15 stig í fimmta sæti og sækir Hauka heim í Hafnarfjörð í næstu umferð þriðjudaginn 11. júlí kl. 19:15.