Svekkjandi tap Selfyssinga í Eyjum

Svekkjandi tap Selfyssinga í Eyjum

Selfoss situr enn í toppsæti Pepsi Max deildarinnar þrátt fyrir 2-1 tap í Vestmannaeyjum á laugardag.

Selfyssingar byrjuðu af miklum krafti og kom Brenna Lovera gestunum yfir eftir frábæra fyrirgjöf frá Barbáru Sól Gísladóttur strax á 2. mínútu. Eyjakonur jöfnuðu rétt fyrir hálfleik með marki frá Þóru Björg Stefánsdóttur. Seinni hálfleikur einkenndist af miklu miðjumoði, hávaðaroki og rigningu en það kom ekki í veg fyrir sigurmark ÍBV frá Delaney Baie Pridham á 62 mínútu.

Nánar er fjallað um leikinn á vef sunnlenska.is

Selfoss enn á toppnum með 13 stig, næsti leikur Selfoss er á JÁVERK-vellinum gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks mánudaginn 21. júní kl. 19:15.

Brenna Lovera er markahæst í Pepsi Max deildinni ásamt Delaney Baie.
Ljósmynd: Mbl.is/Þórir Tryggvason