Sýnt frá leikjum í 1. deild karla

Sýnt frá leikjum í 1. deild karla

KSÍ, N1 og 365 hafa gert samkomulag varðandi beinar útsendingar frá leikjum í 1. deild karla í fótbolta í sumar. Í það minnsta einn leikur í hverri umferð verður sýndur á SportTV og visir.is en auk þess munu valdir leikir verða sýndir á Stöð 2 Sport í sumar.

Frá þessu var greint á vef KSÍ í maí og því er ljóst að Selfyssingar geta í einhverjum tilfellum fylgst með strákunum okkar í beinni útsendingu í sumar.

Sem fyrr mun SportTV einnig sýna leiki úr Pepsi-deild kvenna og næsti leikur Selfyssinga sem er kominn á dagskrá er einmitt útileikur gegn Breiðablik 23. júní.