
23 júl Tækni, tilþrif og tæklingar á Símamótinu

Stemmingin á Símamótinu sem fram fór í Kópavogi um seinustu helgi var einstök. Mótið sem er eitt elsta og virtasta knattspyrnumót landsins var nú haldið í 31. skipti og fjöldi keppenda var um 2.000 stelpur í 5.-7. flokki af öllu landinu. Veðrið lék svo sannarlega við stelpurnar sem buðu upp á glæsilegan fótbolta, töff tæklingar, stórbrotin skot og skallamörk. En umfram allt og það sem öllu máli skiptir þá skemmtu þær sér vel alla helgina í góðum félagsskap liðsfélaga sinna og fjölskyldu.
Ljósmyndir frá foreldrum knattspyrnusnillinganna í Umf. Selfoss.