Tap á heimavelli

Tap á heimavelli

Selfyssingar töpuðu fyrsta heimaleik sínum í 2. deild karla í knattspyrnu á laugardag þegar Njarðvík kom í heimsókn.

Hrvoje Tokic kom Selfyssingum yfir með góðu skallamarki á 28. mínútu en gestirnir náðu að jafna á 43. mínútu eftir langt innkast inn á vítateiginn. Sigurmark Njarðvíkur kom snemma í seinni hálfleik.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is

Næsti leikur Selfyssinga er gegn Völsungi á JÁVERK-vellinum föstudaginn 3. júli kl. 19:15.

Ljósmynd: Umf. Selfoss