Tap gegn Leiknismönnum

Tap gegn Leiknismönnum

Selfyssingar þurftu að láta í minni pokann þegar þeir heimsóttu Leiknismenn í Breiðholtið í gær. Eins og oft áður í viðureignum liðanna var um fjörugan leik að ræða. Það var Javier Zurbano sem skoraði bæði mörk okkar manna gegn þremur mörkum Leiknismanna. Hann jafnaði metin í 1-1 rétt fyrir lok fyrri hálfleik og klóraði svo í bakkann úr vítaspyrnu undir lok leiksins.

Fjallað er ítarlegar um leikinn á Sunnlenska.is.

Selfyssingar eru í 8. sæti deildarinnar með 27 stig þegar tveimur umferðum er ólokið. Næsti leikur liðsins er gegn toppliði Fjölnis í Grafarvogi laugardaginn 14. september kl. 14:00.

Tags:
,