Tap gegn Þrótti

Tap gegn Þrótti

Selfoss tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttu 2. deildar karla í knattspyrnu á laugardag þegar Þróttur Vogum kom í heimsókn á JÁVERK-völlinn. Lokatölur leiksins urðu 1-4 en það var Hrvoje Tokic sem minnkaði muninn fyrir Selfyssinga á fjórðu mínútu seinni hálfleiks eftir að gestirnir skoruðu fjögur mörk á fyrstu 17 mínútum leiksins.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Þrátt fyrir tapið er Selfoss ennþá í 2. sæti með 37 stig en Þróttur Vogum er nú aðeins þremur stigum á eftir þeim í 3. sætinu. Næsti leikur Selfyssinga er gegn toppliði Kórdrengja á útivelli, næstkomandi miðvikudag. Kórdrengir hafa 40 stig í efsta sæti deildarinnar.

Tokic skoraði eina mark Selfyssinga.
Ljósmynd: Fótbolti.net/Hafliði Breiðfjörð