Tap gegn toppliði Keflavíkur

Tap gegn toppliði Keflavíkur

Selfoss tapaði 1-2 þegar núverandi topplið Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu, Keflavík, kom í heimsókn á JÁVERK-völlinn í gær.

Gestirnir byrjuðu af miklum krafti og komust yfir strax á 3. mínútu og tvöfölduðu forystuna í upphafi seinni hálfleiks. Svavar Berg Jóhannsson muninn með skoti af stuttu færi á 62. mínútu og reyndist það lokamark leiksins.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Að loknum leik eru Selfyssingar í 7. sæti deildarinnar með 21 stig og sækja HK heim í Kórinn í Kópavogi, fimmtudaginn 10. ágúst kl. 19:15.