Tap gegn toppliðinu

Tap gegn toppliðinu

Baráttan um sæti í 1. deild karla er orðin æsispennandi eftir að Selfoss tapaði öðrum leiknum í röð, þegar liðið heimsótti topplið Kórdrengja í Safamýrina í Reykjavík, í gær. Lokatölur leiksins urðu 3-1 en það var Hrvoje Tokic sem minnkaði muninn fyrir Selfyssinga á fimmtu mínútu seinni hálfleiks eftir að heimamenn leiddu 2-0 í hálfleik.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Kórdrengir hafa 43 stig á toppnum en Selfyssingar eru komnir niður í 3. sætið með 37 stig, eins og Þróttur Vogum sem er í 2. sæti, en Þróttarar hafa mun betra markahlutfall. Njarðvík er svo í 4. sætinu með 36 stig. Fjórar umferðir eru eftir af deildinni og næsti leikur Selfoss er á heimavelli á sunnudaginn gegn KF.

Tokic skoraði eina mark Selfyssinga.
Ljósmynd: Fótbolti.net/Hafliði Breiðfjörð