Tap í Breiðholtinu

Tap í Breiðholtinu

Selfyssingar áttu ekki gott kvöld í Breiðholtinu á föstudag þegar liðið tapaði 2-0 gegn Leikni í Inkasso-deildinni í knattspyrnu.

Fyrri hálfleikur var markalaus en á 62. mínútu tókst Leikni að komast yfir. Fimmtán mínútum síðar tvöfölduðu heimamenn forskotið og lokatölur urðu 2-0, þar sem Selfyssingum tókst ekki að svara fyrir sig.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfoss er í fjórða sæti deildarinnar með 10 stig og fær Leikni frá Fáskrúðsfirði í heimsókn sunnudaginn 18. júní kl. 15:00.