Tap í Grafarvogi

Tap í Grafarvogi

Selfyssingar lágu gegn Fjölni í Lengjudeildinni á föstudag 2-1 í Grafarvogi.

Selfoss byrjaði leikinn af krafti en fékk tvö mörk í andlitið á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Staðan var 2-0 í hálfleik. Strákarnir okkar hresstust í seinni hálfleik og Gary Martin minnkaði muninn á 57. mínútu en þar við sat í leiknum og lokatölur 2-1.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is

Eftir leikinn sitja Selfyssingar í 10. sæti deildarinnar með níu stig þegar keppni í Lengjudeildinni er hálfnuð. Næsti leikur liðsins er á heimvelli gegn Kórdrengjunum fimmtudag klukkan 19:15.

Umf. Selfoss/ahm