Tap í hörkuleik

Tap í hörkuleik

Selfyssingar lágu fyrir Fylki í hörkuleik í Inkasso-deildinni í knattspyrnu á JÁVERK-vellinum í gær. Lokatölur urðu 1-2.

Fylkismenn komust yfir á 8. mínútu en Ivan Martinez Gutierrez jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu á 29. mínútu eftir að brotið hafði verið á Leighton McIntosh. Staðan 1-1 í hálfleik. Seinni hálfleikur var jafn og spennandi en það voru gestirnir sem skoruðu eina mark hans á 68. mínútu.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Að loknum 19 umferðum eru Selfyssingar í níunda sæti deildarinnar með 24 stig og sækja Fram heim á Laugardalsvöllinn fimmtudaginn 7. september kl. 19:15.

Pachu skoraði sitt fjórða mark fyrir Selfyssinga í sumar.
Ljósmynd: Umf. Selfoss