Tap í jöfnum leik

Tap í jöfnum leik

Selfyssingar lágu á heimavelli fyrir Kórdrengjum í Lengjudeildinni í gær. Eina mark leiksins kom á 76. mínútu eftir vandræðagang í öftustu línu Selfyssinga.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is

Selfoss og Kórdrengir eru nýliðar í 1. deildinni í ár og er hlutskipti þeirra nokkuð ólíkt. Á meðan Kórdrengir eru í baráttu um að komast upp um deild sveima Selfyssingar fyrir ofan fallsvæðið í 10. sæti með 9 stig  að loknum tólf umferðum en þar fyrir neðan er Þróttur með 7 stig. Munurinn er sex stig upp í Þór Akureyri sem er í 9. sætinu. Næsti leikur liðsins er gegn Vestra á Ísafirði laugardaginn 24. júlí.