Tap í lokaumferðinni

Tap í lokaumferðinni

Selfyssingar sóttu Þróttara heim í lokaumferð 1. deildar um seinustu helgi. Það var fátt um fína drætti í leiknum sem fór fram við afar erfiðar aðstæður í roki og rigningu í Laugardalnum.

Þróttarar skorðuðu eina mark leiksins en annars bar helst til tíðinda í leiknum að Sigurður Eyberg Guðlaugsson heillaði áhorfendur upp úr skónum með íþróttamannslegri framkomu svo þeir sungu fyrir hann í hvert skipti sem hann fékk boltann. Geri aðrir betur.

Lokastöðuna í 1. deild má finna á vef KSÍ.

Selfyssingar luku leik í 10. sæti deildarinnar einungis einu sæti frá næsta sæti í deildinni.

Siggi Eyberg féll í kramið hjá áhorfendum.
Ljósmynd úr safni Fótbolti.net/Hafliði Breiðfjörð

 

Tags: