Tap í seinasta heimaleik sumarsins

Tap í seinasta heimaleik sumarsins

Selfyssingar léku sinn seinasta heimaleik í fyrstu deild í sumar sl. laugardag þegar KA-menn komu í heimsókn á JÁVERK-völlinn.

Selfyssingar leiddu í hálfleik með marki Andra Björns Sigurðssonar á 13. mínútu. Í síðari hálfleik opnuðust flóðgáttirnar í vörn heimamanna og norðanmenn komust yfir áður en Ingi Rafn Ingibergsson jafnaði leikinn í 2-2 á 77. mínútu. Adam var þó ekki lengi í paradís því gestirnir komust yfir mínútu síðar og bættu fjórða markinu við í uppbótatíma.

Fjallað er um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Fyrir lokaumferð deildarinnar eru Selfyssingar í 9. sæti deildarinnar með 26 stig. Seinasti leikur strákanna er í Grindavík laugardaginn 20. september kl. 14:00.

Ingi Rafn skoraði seinna mark Selfyssinga.
Mynd: Umf. Selfoss/Gissur

Tags: