Tap í toppbaráttunni

Tap í toppbaráttunni

Selfoss tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttu Pepsi Max deildarinnar þegar topplið Vals kom í heimsókn á JÁVERK-völlinn í gær.

Markalaust var í hálfleik en Valur komst yfir strax í upphafi síðari hálfleiks. Fimm mínútum síðar jafnaði Hólmfríður Magnúsdóttir metin með stórkostlegu marki. Valskonur voru sterkari þegar leið á leikinn og skoruðu sigurmarkið á 77. mínútu. Lokatölur 1-2.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is

Selfyssingar hafa aðeins náð í tvö stig í síðustu fimm leikjum eftir frábæra byrjun. Liðið er með 14 stig í þriðja sæti sex stigum frá toppsætinu.

Hólmfríður skoraði mark Selfyssinga.
Ljósmynd: Fótbolti.net/Anna Þonn