Þægilegur bikarsigur

Ljósmynd: Sunnlenska.is/GKS

Þægilegur bikarsigur

Ljósmynd: Sunnlenska.is/GKS

Sumarvertíðin hjá strákunum okkar hófst með afar þægilegum sigri á Kormáki/Hvöt í Borgunarbikarnum á föstudag og er liðið komið í 32-liða úrslit keppninnar.

Lokatölur í leiknum urðu 8-0 þar sem Alfi Conteh skoraði fernu og JC Mack skoraði tvennu auk þess sem Elvar Ingi Vignisson og Pachu skoruðu hvor sitt markið.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Keppni í Inkasso-deildinni hefst föstudaginn 5. maí þegar strákarnir taka á móti ÍR á JÁVERK-vellinum klukkan 19:15.

Alfi Conteh skoraði fernu.
Ljósmynd: Sunnlenska.is/GKS