Þægilegur sigur Selfyssinga

Þægilegur sigur Selfyssinga

Selfoss vann þægilegan 3-1 sigur á Dalvík/Reyni í 2. deildinni á laugardag.

Daniel Majkic kom Selfyssingum yfir á 15. mínútu og átta mínútum síðar tvöfaldaði Ingvi Rafn Óskarsson forystuna. Gestirnir minnkuðu muninn á 5. mínútu síðari hálfleiks og það var ekki fyrr en á 84. mínútu að Kenan Turudija gulltryggði sigur heimamanna.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is

Selfoss er í 4. sæti deildarinnar með 16 stig að loknum níu umferðum. Næsti leikur liðsins er á útivelli gegn Njarðvík miðvikudaginn 19. ágúst kl. 19:00.

Kenan gulltryggði sigur Selfyssinga.
Ljósmynd úr safni knattspyrnudeildar Selfoss/GKS

Tags: