Þjóðhátiðarþrenna hjá Tokic

Þjóðhátiðarþrenna hjá Tokic

Selfyssingar hófu Íslandsmótið í knattspyrnu með góðum 3-4 sigri á útivelli gegn Kára á Akranesi í gær, á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Það var afmælisbarnið Hrvoje Tokic sem stal senunni með því að skora þrennu í leiknum. Kenan Turudija skoraði fjórða markið þegar hann kom Selfyssingum í 1-2 sem var jafnframt staðan í hálfleik.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is

Næsti leikur strákanna okkar er á JÁVERK-vellinum laugardaginn 27. júlí þegar þeir taka á móti Njarðvík og hefst leikurinn kl. 14:00.

Hrvoje Tokic fékk áritaðan bolta frá liðsfélögum sínum í tilefni dagsins.
Ljósmynd: Umf. Selfoss

Tags: