Þriðja sætið innan seilingar

Þriðja sætið innan seilingar

Stelpurnar okkar heimsóttu í gær Alvogenvöllinn í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem Selfoss valtaði yfir KR 7-1 og vann þar með sinn stærsta sigur í efstu deild frá upphafi.

Dagný Brynjarsdóttir, Guðmunda Brynja Óladóttir og Donna Kay Henry gerðu tvö mörk hver auk þess sem Erna Guðjónsdóttir smellhitti boltann með vinstri fæti fyrir utan teig og klessti honum upp í samskeytin undir lok fyrri hálfleiks.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Fyrir seinustu umferðina eru stelpurnar í þriðja sæti með 33 stig, þremur stigum á undan Þór/KA en liðin leika hreinan úrslitaleik um þriðja sætið í Pepsi-deildinni laugardaginn 12. september.

Erna skoraði glæsilegt mark í Vesturbænum.
Ljósmynd: Fótbolti.net/Tomasz Kolodziejski