Þriðji flokkur lék til úrslita

Þriðji flokkur lék til úrslita

Sameiginlegt lið Selfoss, Hamars og Ægis spilaði til úrslita í B-liðakeppni 3. flokks stráka í seinustu viku. Í undanúrslitum fóru strákarnir í Kópavog þar sem þeir mættu Breiðabliki og var það Jökull Hermannsson sem skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik.

Mótherjar strákanna í úrslitaleiknum voru Fjölnismenn úr Grafarvogi. Er skemmst frá því að segja að Fjölnismenn skoruðu eina mark leiksins úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Þrátt fyrir ágæt sóknartilburði Selfyssinga náðu þeir ekki að skora í leiknum og urðu að sætta sig við annað sætið í mótinu.