Þriðji heimasigur stelpnanna

Þriðji heimasigur stelpnanna

Stelpurnar okkar tryggðu sér torsóttan sigur á baráttuglöðu liði Aftureldingar á heimavelli í Pepsi-deildinni á þriðjudag. Það voru þær Donna Kay Henry og Magdalena Anna Reimus sem skoruðu mörk Selfyssinga í síðari hálfleik.

Það voru gæði Selfyssinga sem réðu úrslitum í þessum leik en Selfyssingar eru einfaldlega með of sterka einstaklinga innanborðs sem geta klárað leiki. Ekki besti leikur Selfyssinga í sumar en þær gerðu það sem þurfti að gera. Stelpurnar af bekknum komu einnig vel stemmdar inn í leikinn. Magdalena, Katrín Rúnarsdóttir og Esther Ýr Óskarsdóttir létu allar finna fyrir sér og voru flottar.

Ítarlega er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Frábær úrslit fyrir Selfyssinga sem halda áfram í toppbaráttunni stigi á eftir Breiðablik í öðru sæti deildarinnar. Næsti leikur stelpnanna er einmitt gegn Breiðablik í Kópavogi þriðjudaginn 23. júní kl. 19:15.

at/ahm

Myndatexti:

Donna skoraði fyrra mark Selfyssinga.
Ljósmynd: Umf. Selfoss