Þriðji sigurleikur Selfyssinga í röð

Þriðji sigurleikur Selfyssinga í röð

Selfoss vann góðan eins marks sigur á Kára í 2. deild þegar liðin mættust í rjómablíðu á JÁVERK-vellinum í gær.

Selfyssingar voru sterkari aðilinn í leiknum og fengu haug af færum. Liðinu tókst þó ekki að brjóta ísinn fyrr en eftir tæplega klukkutíma leik. Þar var að verki Hrvoje Tokic en hann lék illa á nokkra varnarmenn gestanna áður en hann setti boltann í netið. Frábært einstaklingsframtak. Fleiri urðu mörkin ekki og sigur staðreynd.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfoss er í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig. Næsti leikur liðsins er fyrir norðan á laugardag þegar liðið sækir botnlið Völsungs heim.

Hrvoje Tokic tryggði Selfyssingum sigur með marki eftir frábært einstaklingsframtak.
Ljósmynd af fésbókarsíðu knattspyrnudeildar Selfoss/GKS

Tags: