Þrír fengu silfurmerki – Nýr formaður kjörinn

Þrír fengu silfurmerki – Nýr formaður kjörinn

Á aðalfundi knattspyrnudeildar Selfoss sem fór fram 6. desember var Jón Steindór Sveinsson kjörinn nýr formaður en hann tekur við keflinu af Adólf Ingva Bragasyni sem flytur af landi brott á nýju ári. Aðrir meðlimir stjórnar voru endurkjörnir ásamt því að Eiríkur Búason kom nýr inn í stjórn.

Á fundinum kom fram að rekstur deildarinnar er góður. Bygging á fjölnota íþróttahúsi er komin í gegnum fyrstu umræðu fjárlaga bæjarstjórnar og mun lokasvar um byggingu liggja fyrir í vikunni.

Á fundinum fengu þjálfararnir Gunnar Rafn Borgþórsson og Guðmundur Sigmarsson og fráfarandi formaður Adólf Ingvi allir siflurmerki Umf. Selfoss fyrir frábært starf í þágu deildar síðustu áratugi.

Nýja stjórn knattspyrnudeildar skipa í neðri röð f.v. Ingþór Jóhann Guðmundsson, Jón Steindór Sveinsson formaður og Þórhildur Svava Svavarsdóttir. Í efri röð f.v. Sævar Þór Gíslason gjaldkeri, Eiríkur Búason og Einar Karl Þórhalsson ritari.

Frá vinstri eru Jón Steindór Sveinsson nýkjörinn formaður knattspyrnudeildar Selfoss, þá eru handhafar silfurmerkis Umf. Selfoss Guðmundur Sigmarsson, Gunnar Rafn Borgþórsson og Adólf Ingvi Bragason ásamt Guðmundi Kr. Jónssyni formanni Umf Selfoss sem afhenti merkin á fundinum.