Þrír leikmenn Selfoss í æfingahópi

Þrír leikmenn Selfoss í æfingahópi

Þrír leikmenn Selfoss taka um helgina þátt í æfingum A landsliðs kvenna en æfingarnar eru hluti af undirbúningi vegna vináttuleiks við Pólland. Leikmennirnir sem um ræðir eru Guðmunda Brynja Óladóttir, Heiðdís Sigurjónsdóttir og Hrafnhildur Hauksdóttir.

Æfingarnar fara fram undir stjórn Freys Alexanderssonar landsliðsþjálfara í Kórnum á föstudag og laugardag og í Egilshöll á sunnudag.

Leikurinn fer fram í Nieciecza í Póllandi þann 14. febrúar á Stadion Bruk-Bet Nieciecza vellinum en lokahópur fyrir leikinn verður tilkynntur eftir æfingarhelgina.

Nánar um hópinn á vef KSÍ.